Vaxandi útgjöld til fjölmiðlunar

Heimild: Fjármálaráðuneytið
Heimild: Fjármálaráðuneytið

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir ríkisútgjöldum til fjölmiðlunar uppá 5.846 milljónir króna. Stærstur hluti þess fjár fer í rekstur RÚV, eða 5.468,7 milljónir. "Rekstrartilfærslur" eru áætlaðar uppá 376,7 milljónir, en þar er um að ræða áætlaða styrki til einkarekinna fréttamiðla. 

Reiknað er með að hlutfallsleg breyting á útgjöldum til fjölmiðlunar á milli áranna 2021 og 2022 sé 8,1 prósent, og að hækkunin verði 5,1% árið 2023, 4,5% 2024 og 3,7% árið 2025. Tekið er fram að í útreikningunum séu fjárhæðir áranna 2021 til 2023 reiknaðar á verðlagi hvers árs. Áætlanir áranna 2024 og 2025 séu á verðlagi ársins 2023.