Verðlaunagripir afhentir

Verðlaunahöfum Blaðamannaverðlauna voru afhentir verðlaunagripir, verðlaunafé og blómvöndur frá BÍ að aflokinni athöfninni, sem streymt var úr húsakynnum BÍ í kvöld.   Vegna sóttvarnarreglna var ekki hægt að hafa tilnefnda á staðnum. Hér má sjá myndir Golla af vinningshöfum þegar þeir fengu verðlaunagripina afhenta og voru þeir eðlilega kampakátir.  Á myndinni uppi til hægri, er Orri Páll Ormarsson, og uppi til vinstri er Nadine Guðrún Yaghi. Niðri til vinstri er Þórhildur Þorkelsdóttir og til vinstri eru blaðamenn Kjarnans, þau Bára Huld Beck, Sunna Ósk Logadóttir og Arnar Þór Ingólfsson.