Viðbót við Blaðamannaminni

Búið er að bæta við heilum áratug í yfirliti yfir þá sem hafa starfað við blaðamennsku í Blaðamannaminnum hér á síðunni. Um er að ræða blaðamenn sem voru starfandi á áratugnum frá 1960 - 1970, en sumir þeirra er starfandi enn í dag. Með þessari viðbót nær yfirlit Blaðamannaminna allt frá upphafi blaðamennsku á Íslandi fram til ársins 1970. Það er Björn Vignir Sigurpálsson sem unnið hefur upp þetta merka yfirlit.  Hægt er að skoða Blaðamannaminni hér á síðunni undir flipanum "Félagarnir", en ennig má fara beint í Blaðamannaminnin með því að smella hér.