Vinnustaðaheimsóknir um stöðu kjaraviðræðna

Fulltrúar Blaðamannafélagsins heimsækja stærstu vinnustaði á næstu dögum til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum með félögum og ræða áherslur félagsmanna og væntingar til næstu samninga. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður og Oddur Ástráðsson, lögmaður félagsins, munu ræða við félagsmenn ásamt fulltrúa hvers vinnustaðar, ýmist fulltrúa í samningaráði eða trúnaðarmanni. Fundirnir verða auglýstir sérstaklega á hverjum vinnustað fyrir sig.