Vinnustofa um rannsóknarblaðamennsku fyrir unga blaðamenn

Auglýst hefur verið vinnustofa (worhshop) á vegum M100 Young European Journalists fyrir blaðamenn á aldrinum 18 - 26 ára.  Á vinnustofunni verður farið í bæði fræðileg og praktísk atriði varðandi vinnubrögð í blaðamennsku og stefnt að því að byggja upp og styrkja tengslanet blaðamanna. Í ár er viðfangsefnið rannsóknarblaðamennska, tilgangur, tækni og áskoranir.  Vinnustofan fer fram í Potsdam í Þýskalandi í haust, og stendur frá  9 -16 september.     Þeir sem samþykktir eru til þátttöku fá styrk fyrir kostnaði við ferðir og uppihald en umsóknir fara í gegnum eftirfarandi slóð:  

http://m100potsdam.org/en/m100-en/youth-media-workshop/yej2016/application-calll.html