Hatursorðræða: Of mikil refsigleði í dómaframkvæmd?

Frá málþinginu í HÍ í dag. F.v. Ester Petra Gunnarsdóttir, fundarstjóri, Eiríkur Jónsson, Hulda Marí…
Frá málþinginu í HÍ í dag. F.v. Ester Petra Gunnarsdóttir, fundarstjóri, Eiríkur Jónsson, Hulda María Stefánsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson.

Nokkuð skiptar skoðanir komu fram á málþingi um ærumeiðingar og hatrusorðræðu í Háskóla Íslands í dag.  Tveir frummælenda, Þeir Eiríkur Jónsson, prófessor og Davíð Þór Björgvinsson, rannsóknarprófessor og landsréttardómari, lýstu báðir í erindum sínum þeirri skoðun að fara bæri varlegar en gert hefur verið í dómaframkvæmd að meta ummæli, t.d. í kommentakerfum, sem refsiverð samkvæmt hegingarlögum. Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari var að ýmsu leyti ósammála þeim.

 Eiríkur kynnti á fundinumi breytingartillögur nefndar sem hann fer fyrir á ærumeiðingarkafla hegningarlaganna.  Hann kom þó einnig inn á dómaframkvæd um hatursorðræði í máli sínu. Davíð Þór Björgvinsson gerði grein fyrir rannsóknum sínum á hatursorðræðu, sem m.a. munu birtast í grein í bók til heiðurs Stefáni Má Stefánssyni, prófessor emeritus sem kemur út á morgun. Er það niðurstaða Davíðs að gagnrýna beri dómaframkvæmd í þessum málum nema e.t.v. svokallað „Hvíta Íslandsmál" frá 1991 þar sem um varaformann (skipulagðra) samtaka var að ræða. Bendir Davíð á að einöngruð ummæli einstaklinga séu ekki sú hætta sem upphaflega var stefnt að því að uppræta með vörnum gegn hatursorðræðu. Þar þurfi að vera um skipulagða orðræðu að ræða og slík orðræða sé víða vandamál. Vandi lýðræðisins snerti ekki einstaka „fýlupúka sem oft séu reiðir og  vanmátturgir sjálfir til að taka þátt í efnislegri umræðu“,  því sé mikilvægt að draga línu þar sem refsikerfið sé ekki virkjað út af smærri.

Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari kom að þessu máli úr nokkuð annarri átt en prófessorarnir og benti m.a. á  að kommentakerfi á stórum miðlum væru lesin af ungu fólki og börnum sem væru í minnihlutahópum og þessi umræða hefði áhrif á þau – auk þess sem erfitt gæti reynst að finna þau mörk hvenær móðganir og niðurlægjandi ummæli væru tilfallandi og einstök og hvenær þau væru skipuleg eða margendurtekin á ólíkum miðlum. Því væri réttlætanlegt að hafa reglurnar strangari.  Benti hún á í erindi sínu að 12 mál hefðu farið fyrir héraðsdóm út af hatursorðræðuákvæði hegingalaganna (gr. 233) og þar af hafi átta ekki verið áfrýjað til Hæstaréttar.  Þar hafi verið um að ræða sektir innan við 100 þúsund krónur.  Í þeim þremur málum sem var áfrýjað, var í Hæstarétti var sakfellt  í tveimur og sýknað í einu.  Í þeim málum sem sakfellt hafi verið í hafi Hæstiréttur talið ummælin ganga of langt þegar veginn var saman réttur ákærðu til tjáningarfrelsis og réttur minnihlutahópa (samkynhneigðra í þessu tilviki) til að vera laus undan ávirðingum. Þannig hafi ákveðin lína verið mörkuð.

Sjá frétt um frumvarp um breytingar á ærumeiðingakafla hegningalaga o.fl hér